<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

Tilhugsun !

þriðjudagur, nóvember 29, 2005
Ég opna útidyrnar, labba út úr skólabyggingu MH. Set lagið Viðrar vel til loftárasa á Ipodinn. Horfa út í loftið og spyr sjálfan mig; hvert, allt þetta magn af fuglum sem fljúga V-laga yfir mig, sé að fara. Afhverju eru þeir að fara? Ég geng af stað, ég labba hraðar og hraðar, ég má ekki missa af stærtó sérstaklega ekki núna! Meðan ég geng að strætóstöðinni er ég að hlusta á snilldar íslenskabandið Sigur Rós. Diskurinn Ágætis Byrjun rúllar í Ipodnum, og lagið sem ég setti á, er núna rúmlega hálfnað. Ég horfi á jólaljósin og fyllist tilhlökkunar að jólin nálgast, en svo kemur það upp fyrir mér að prófin eru mun nærri en jólin. Ég reyni að hugsa um eitthvað annað. Reyni að hugsa hvernig hægt sé að spóla tíðina tilbaka, fá þann stað þegar ég labba inn í Laugardalshöllina, fullan tilhlökkunar með von um góða tónleika. Kannski ef það væri hægt; að spóla tilbaka, þá yrðu tónleikarnir lélegri. - Nei það væri ömurlegt. Ég vil bara fá þessa tilfinningu þegar ég fékk lögin beint í æð. Var með Jónsa, Kjartani, Orra og Georg beint fyrir framan mig! Ég væri alveg til í að ferðast hálfan hnöttinn og selja eitthvað af mínum hlutum til að fá þá tilfinningu aftur = heyra þessi snilldarlög aftur. Í sömu andrá birtist strætóinn beint fyrir framan mig! Ég má ekki missa af honum - byrja að hlaupa. Loks stoppar strætóbílstjórinn fyrir mig og ég geng inn, á sama tíma kemur sá snilldarkafli þegar málmblásturshljóðfærinn byrja að heyrast í laginu Olsen Olsen. Ég er ánægður! - Ég komst í strætó! ....


Ekkert lýsingarorð til ...

mánudagur, nóvember 28, 2005



Blessuð og sæl!



Ég var á ótrúlegum tónleikum. Tónleikum með Sigur Rós. Og eins og titill þessa blogs gefur berlega í ljós, þá er ekkert lýsingarorð til í orðaforða hvers Íslendings til að lýsa þessum ótrúlegu tónleikum. Þetta eru snillingar - Íslendingar! Pink Floyd nútímans. Lang flottustu og verða lang eftirminnilegustu tónleikarnir! Pottþétt! ...

Þetta eru snillingar, ótrúlega vel gerð lög, ótrúlega góðir hljómfæraleikarar. Ég er ekkert fyrstur að segja þetta - það vita þetta allir, "og núna sýndu þeir sig!" Ótrúlegur trommari, með sama takt aftur og aftur, mjög erfiður! Og sama má segja með bassaleikarann þegar hann var með [ég veit satt best að segja ekki hvað það heitir!] kjuðan í hendi og að spila með því á bassann. Þeir höfðu gríðarlega mikinn áhuga að láta þessa tónleika hér heima ganga vel, og það finnst mér hafa tekist vel! Tekist 100...%.
Þetta eru sannir listamenn, sem elska að gera vel fyrir þann sem keypti plöturnar og keypti miða á tónleika þeirra! Gera eins vel til þess að viðkomandi væri ánægður - og það tókst með eindæmum vel!...


Þetta eru snillingar!
Takk fyrir tónleikanna segi ég nú bara! ....



Snorrinn biður að heilsa ...


Nokkrir daga fyrir próf ! ...

fimmtudagur, nóvember 24, 2005
Góða kvöldið gott fólk! ...

Mér finnst ég hafa verið að svíkja góðan félaga. Ég vil ekki fara að nafngreina hann sérstaklega. En samt sem áður líður mér ekkert vel yfir því. Geri allt í mínu valdi stendur að bjarga þessu veseni! ...

En á morgun, föstudag eru tvö próf. Þau eru í félagsfræði og efnafræði. Efnafræðin tekur sinn toll, úff - það verður erfitt! En svo náttla er félagsfræði bara "pælingar" og leiðinlegt ruslfag! ... - En skiptir sköpun í samfélagslegu tilliti!
Svo þarf ég að skila einhverjum heimadæmum í STÆ503. En þetta reddast allt saman á endanum! Stressið, þetta ákveðna stress sem hver og einn fær tvisvar sinnum á ári, er komið - sbr. rétt fyrir jól og lok vors. Ætla ég mér að klára öll verkefni og allar æfingar, t.d. æfingar sem ég á eftir í stærðfræði, núna um helgina og vera búinn að gera allt klárt fyrir próflesturinn.

Mér finnst mjög undarlegt, eða er þetta kannski bara ég!? ...
Það sem ég ætla að segja hér í nokkrum línum er að þegar maður þarf/er að gera eitthvað mjög mikilvægt, til dæmis að lesa undir próf, þá fer maður í eitthvað sem maður verður algjörlega húkkt á! T.d. að fylgjast með þætti sem er sýndur á hverjum degi. - Og þá lélegum þáttum! ...
Núna á stöðvum íslenskra ljósvaka, svo sem á Skjá 1num og á Sirkus, eru þættir sem hver og einn getur talið á annarri hendi. Sem dæmi eru; Íslenski Bachelorinn, Girls Next Door og svo náttla Ástarfleyið. Þetta eru þeir þættir sem ég hef, því miður, nennt að horfa á uppá síðkastið, ekki það að ég bíði eftir þeim í hverri viku. Hef ábyggilega verið að gera ekki rass! - Eða er ég afsaka mig? ...
Nei!, þetta eru hörmulegir þættir. Og þá sérstaklega þessi þáttur sem ber heitið Girls Next Door, sem er einfaldlega í stuttumáli ekki um neitt !! ...

Síða vikunar er; http://www.whatreallyhappened.com/ - hún er umfjöllun um, í hlutlausu máli, árasir 11. september og stríðið í Afganistan og Írak.

Mig langar mjög að fara á mörgæsamyndina - bíómyndin!
Þoli ekki asnalega strætóbílstjóra! Eru þeir bara svona eða eru þeir of bitrir út í lífið að þeir láta það bitna á farþegum?


Kveðja; Snobbi

Lögin;
[ Architeecture In Helsinki ]

....

P.s.: Ég ætla að passa það að vinna aldrei sem nuddari hjá Kínverja!


Hrægammurinn!

laugardagur, nóvember 19, 2005


Sælar, ...

Góða daginn! Hvað segið þið öll gott? Ég er hress! Ég sit hérna í mínum makindum að hlusta á nýja diskinn með Tahiti 80, Wallpaper For the Soul. Fínn diskur þar á ferð.



Þá er þessi vika loksins að ljúka! Fór í próf í eðlisfræði á föstudaginn [gær!]! Svo í eitthvað skíta félagsfræðipróf! Horfðum á einhverja mynd sem ég man ekki hvað heitir, í félagsfræði á þriðjudaginn s.l.! Var myndin ekkert sérstök að mér fannst!
Þessi vika hefur verið ein af þeim erfiðustu sem ég hef mátt þola núna uppá síðkastið! Sérstaklega það sem gerðist á föstudaginn núna síðasta! Ekkert gaman þar á ferð. - Allt, sem betur fer, fór vel!



Nú vil ég mest af öllu vera kominn í frí. Hvort það er jólafrí, páskafrí eða Sumarfrí, skiptir ekki öllu! - Bara ef það er frí. Það sem skiptir máli er að fá smá frí frá skólanum. Fá aðra 2 daga í vetrarfríi - það væri næs! Mig langar að skoða heiminn, fara frá þessu ískalda skeri og drífa mig að skoða heiminn. Fara til heitari staði og sóla mig í brennandi sólinni og vera brúnari en allt! ... Brúnari en moldinn! ...




Núna áðan var ég í leikhúsi. Fór í Þjóðleikhúsið á leikritið Halldór í Hollywood. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá sofnaði ég, þó bara í mesta lagi í 5 sekúndur. Ekki ætla ég að vera sá fyrsti sem sofnar í leikhúsi og það í Þjóðleikhúsinu. Mér finnst persónulega alltaf gott að fara í Þjóðleikhúsið en að fara í t.d. Borgarleikhúsið. E´g hef farið í Hafnafjarðarleikhúsið og svo farið á leikrit sem í höndum Leikfélags Akureyrar á Akureyri. Og eftir allt saman finnst mér best í Þjóðleikhúsinu. Þar er steminingin til staðar. Allir vel til fara. Enginn eins og hann sé að fara á bíómyndina Chicken Little. Leikritið var alveg ágætt! Þó ég kenni þreytu síðustu viku um að ég "napaði" samtals 3x. Mér persónulega fannst leikritið á vera köflum langsótt, en sviðsmyndin var góð og leikarar léku vel! Einnig má við þetta bæta að tónlistin var alveg frábær! Vel gert hjá þeim félögum! Eftir að leikritið var búið fórum við höddi uppí MH og horfðum á síðustu tvö böndin stiga á stokk. Það voru Benni Hemm Hemm og Dr. Spock. Sú fyrrnefnda stóð alveg í allt öðrum klassa. Þeirra spil var framúrskarandi gott! - Algjör snilld! Og það lak á þeim sú vitneskja hversu skemmtilegt þeim þykir að spila þessi verk! Alveg frábærir tónleikar! Og það er ekki spurning hvort ég fari á tónleika með þeim, heldur er spurningin sú, hvenær ég fer á næstu tónleika með þeim! ...

- Endilega ekki missa tækifærið meðan það gefst. Þeir eru ofurgóðir!




Ég tilkynni hér með að Hjörtur Ingvi, er maður vikunnar! Hann er það vegna þess hvernig hann. - Frábær vinur!




Snobbi, kveður!

....


Rugl á Snorrabraut - þvílík kaldhæðni !!

sunnudagur, nóvember 13, 2005

Sælt veri fólkið!

Er þetta kaldhæðni eða bara örlög?
Hvað er málið! ....
Eftir Morfís keppnina þar sem MS-liðar voru að pissa á sig, í sínar asnalegu brækur, lenti ég í árekstri. Hjalti Geir, Jóhann, Kristján Ari og Gunnar Egill voru með mér bíl. Það er ömurlegt að lenta í þessu. Það sem ég man mest eftir var að ég fékk alltaf sömu augnablikin aftur og aftur! - Fá hljóðið þegar áreksturinn varð. Þetta var ekki gaman! Og ég vona svo sannarlega að þetta muni ekki gerast aftur, og vona að þú, lesandi góður, að þetta henti þig ekki!

Þetta var ömurleg helgi, eftir þennan atburð!
Ég fór samt sem áður í kórpartý hjá Adda á laugardaginn. Það var góður "drekkutími". Eða svoleiðis. Fínt kórpartý. Og gott stuð! Máttu samt mæta fleiri kórfélagar, en nokkrir eldri kórmeðlimir létu sjá sig, sem var bara gaman!

Síðasta vika var erfið, mikill lærdómur þar á ferð. Fór í eitthvað skíta eðlisfræðipróf, og tek svo annað núna n.k. föstudag. Er farinn nú þegar að finna skítalykt, sem bíður ekki gott!
En nóg um það! Á morgun ætla ég að blogga um mann síðustu viku! Og koma með smá blog um úrdrátt síðustu viku.

En eitt vil ég þó tala um. Hvort er skemmtilegra að vera í þýskutíma eða félagsfræðitíma? Ég persónulega finnst félagsfræðitímarnir mun skemmtilegri! Í þeim tímum getur maður hlustað á Ipodinn sinn meðan kennarinn er að tala um stjórnmál. Samanber, hver er formaður þessa flokks? og annað leiðinlegt crap! En í þýskutíma þarf maður að vera sífellt vakandi og vinnandi ef maður vill ekki fara í þá gröf sem margir hafa lent í. Að falla! ... Ekki ætla ég að taka þann leik. Aukaár í þýsku! NO WAY!!
En með félagsfræðina að gera, þá getur maður í raun gert hvað sem maður vill. Kannski fer eftir því hvaða kennari er við störf hverju sinni.


Lög síðustu viku verð ég eiginlega að tilkynna hér og nú. Það er lagið með íslensku bandinu, Jakobínurínu, I´m a Villain. Fínt lag þar á ferð.
Linkurinn til að hlusta á það lag er þessi, www.myspace.com/jakobinarina

Einnig vil ég þakka Axeli, Viktori, Hnokka, Benna og Adda fyrir að búa til lag til heiðurs mér. Vil ég þakka þeim fyrir heiðurinn. - Gaman af þessu!
Plús það að það kom mér algjörlega á óvart!

Lögin;
[I´m a Villain með Jakobínarína]


Snobbi kveður!
.....

p.s.: Myndin sem er með þessu blogi mínu er frá eyjunni, St. Barthelemy. Kannski fer maður þangað í stúdentsferð! - Hver veit?


Hvernig væri það ef sólarhringurin væri 25 klst í stað 24 ?!

miðvikudagur, nóvember 09, 2005
Sæl/l/t/ gott fólk! ...

Hef þessa fyrstu setningu, í þessu blogi, í kvenkyni, karlkyni og hvorugkyni. Samanber: "Sæll", "Sæl" og "Sælt". Og taka þeir sem teljast vera í þessum kynjum til sín það sem við á hverju sinni! Sérstaklega "DAVE" með sitt skita grín. Vil ekki fara að tala um það hér á síðum netheima, en hann veit alveg hvað ég er að tjá mig!!... og kannski fleiri!



Eins og titill þessa bloggs gefur berlega til kynna með spurningunni "hverng væri það ef sólarhringurinn væri 25 klst. í stað 24 ?!". Þá hef ég lengi verið að velta því fyrir mér einu. Ég er þá að meina sérstaklega innan í þessum tveim síðustu vikum sem voru/eru alveg hellaðar! Það sem ég hef velt fyrir mér síðustu daga, er hvernig það væri að vera með sólarhring sem væri fleiri en 24 klukkustundir. Mundi það breyta miklu fyrir okkur? Hvort það myndi fara í sama horf aftur eftir klukkustunda plúsinn? Að eftir að við fengum þessar bónusklukkustundir, hvort við þyrftum fleiri þegar við hefðum bókað allan okkar tíma? Eða er þetta kannski bara lélegt skipulag!



En það sem mér fannst skrítið og alveg drepfyndið! Var það að ákveðinn manneskja sem fór í rúmið eitthvað um klukkan 12 (00:00) að miðnætti að íslenskum tíma! Planið hennar var að fara að sofa og vakna svo um kl. 07:00, til að fara í skólann! En vitið menn hún vaknaði ekki fyrr en um klukkan 15:00! Hún hafði aldrei vaknað þessa tæplega 15 klukkustundir sem hún hafði verið sofandi. Hún hafði misst af öllum skólanum. Það sem er grátlegt er að í MH er mætingakerfi. Hafði þessi ákveðinn manneskja sofið yfir sig heilann skóladag, og skrópað í alla tímanna sína þennan ákveðinn dag.



Þetta gerist ekki á hverjum degi! - Sem betur fer! Og vel gert hjá þér Vala!.... [jeee!]



Einn náungi að nafni Ragnar fer oft að sofa! Eins og hinar venjulegu manneskjur gera! Hann leggur sig oft þegar heim er komið, eftir erfiði dagsins. Samanber; skólastarf hans og að setja bíldrossíuna sína í gang. Mottóið hans er að sofa aðeins í 30-60 mínútur. En stundum margfaldast þessar blessuðu mínútur og að lokum samanstendur hans svefn eftir skóla, marghundruð sekúndna! Ófáar mínútur þar á ferð! Hann hefur safnað saman fjölda sagna um hans drauma. Og eru martraðir þar einnig taldar upp. Einn draumurinn og kannski hann meðtalin í martraða hópi hans, er eftirfarandi. Sagan segir að hann hafi dreymt um að hann hafi fengið slá hjá húsverði MH og sett við borð sitt í einu hádegishléinu í MH. Hann labbaði upp á borðið og fór að dansa og lét eins og fullur maður á borðinu kyssandi slánna. En hans takmark var að fanga áhorf samnemenda sinna, sem voru að horfa dolföllnum augum á hljómsveitina svartir synir! Sem gekk frekar vel að lokum, að hans sögn! Vaknaði hann við það að kötturinn hans, sem er btw. fress, var uppá höfði hans!


- Respect vinur!



Heyrumst, Snobbi!


Lögin;
[Fix You með Coldplay
The Hardest Part með Coldplay
Everything´s Not Lost með Coldplay]


Dumbungur í Reykjavíkinni !

mánudagur, nóvember 07, 2005
Sæl öll sömul. Hvað segið þið gott? Ég segi fínt nema eitthvað skita stærðfræðipróf á morgun!...

Hef ekket svo sem að segja, nema að ég þarf að laga stafsetningarvillur hér, á þesari blogsíðu.Ég þarf einnig að vera betri maður við Dave!
Ég vill hér með tilkynna nafnið, Ragnína, í orðaforða lesenda þessarar ágætrar síðu. En sá sem heitir því nafni, veit hvert ég er að fara! ...



Hér er viðtal við mann vikunar, Ragnar Lárusson, sem tekið var í steinapottinum í Laugardalslauginni, 15. mars síðast liðinn. Viðtalið fannst núna um daginn í bréfapunganum mínum! kannski b?!


1) Hver eru áhugamál þín? þau eru mörg.



2) Ertu á lausu/föstu? á lausu baby



3) Á hverri braut ertu á/varstu á? Náttúrufræði.



4) Hvað ertu gamall? 19



5) Í hvaða skóla varstu í/ertu í [menntaskóla!]? MH



6) Hvert draumstarfið þitt? Professional party animal



7) Hvað myndiru gera ef þú værir Borgarstjóri Reykjavíkur í tvo daga? Ég myndi fjarlægja beygjuljósin hjá suðurveri og svo halda upp á það með partyi í perlunni.



8) Finnst þér gott að fara í sund? Já, mjög.



9) Hvaða íþrótt finnst þér skemmtilegust? Körfubolti



10) Hvaða íþrótt finnst þér leiðinlegust? Tennis.



11) Hvað myndiru/vildiru gera ef þú værir forsetisráðherra í einn dag? Ég myndi fara í opinbera heimsókn til bandaríkjanna og segja "kiss my butt mr. bush".



12) Hver er uppáhaldsmyndin þín? Anchorman léttir lífið.



13) Hver er leiðinlegasta myndin? Transporter.



14) Eitthvað sem þú vilt koma fram? Nei.



15) Með hvaða félagi helduru mest uppá á Íslandi, Ítalíu, Spáni, Þýskalandi
og Englandi?
Þau eru öll góð.



16) Hvað er/var þriðja málið þitt í menntaskóla? Spænska, því miður.



17) Hver er draumastaðurinn? Sveitin.



18) Hvað er skemmtilegasta fagið í skólanum? Stjórnmálafræði.



19) Finnst þér þetta steikt? Já.



20) Myndiru vera "ræstitæknir" í einn dag? Nei.



21) Hvaða skemmtiklúbbur finnst þér skástur? Kaffibarinn.



22) Ferðu út í sumar? Vonandi.



23) Hvaða lönd hefuru komið í? Útlönd.



24) Hvaða land myndiru helst fara ef þú færir til Asíu? Indland.




Lögin;
[Wednesday með Ficherspooner]




Lífið heil, kæru Íslendingur





Snorrinn biður að heilsa!




......

P.s.: Hvað finnst ykkur að ég ætti að kaupa í USA?


Clor + iPod = stórgott !!

sunnudagur, nóvember 06, 2005
Sæl öll sömul!

Þá er vikan að byrja aftur. Ég hef ekki komist í það að blogga úrdrætti úr síðustu viku vegna eldsneytisstopps í Guam. Búinn að vera þar síðustu daga! ...

Ég var búinn að bloga heljarinnar ritgerð en neinei, tók ekki þá blogspot til sinna ráða og bjó til einhvern error þannig ég, sem búinn var að eyða 45 mínútum í að skrifa þetta "góða" blog, þurfti að byrja uppá nýtt! Sem ég nennti ekki að gera þá!

Helgin var alveg fín, mesta chill! Fór á föstudaginn á Óðrík Algula. Var það alveg gott fjör þar á bæ. Nema mér fannst of mikið af einhverjum svona "grín" atriðum! En þegar það er dregið frá, var um alveg ágæta skemmtun og söngatriði sem stigu á stokk!

Axel, Addi og gummarnir, Guðmundur Einar og Guðmundur Óskar, unnur með sínum smelli.
Til lykkes með það strárkar! En í gær, laugardag ætluðum við að fara í bíó. Viktor Orri, Benni, Axel, Addi og Hnokki en þessi ákveðna mynd var uppselt þannig að við keyptum tonn af nammi og leigðum alveg ömurlega hryllingsmynd. Myndin ber heitið "Long time dead". Ég legg til að allir taki hana á leigu, þó ég segi sjálfur frá! En samt klassa leikarar. Krakkar sem eru í 2. eða 3. bekk í grunnskóla gátu leikið hlutverkin betur en þeir sem léku í myndinni. Maður var ekki viss hvort leikendurnir voru að gráta eða bara hreinlega að hlægja!

Nú áðan, fór ég með familíunni að horfa á "Der Vater" syngja Requiem í Hallgrímskirkju. Þetta var rosalega vel gert, og ótrúlega fallegt. Ég minni á að kór MH og Hamrahlíðarkórinn mun syngja þetta með Sinfóníunni og Móttettukórnum í lok mars/byrjun apríl! Það verður gaman.

En hér fyrir neðan gefur að líta úrdrætti úr síðustu viku sem var helluð að miklu leyti, mest þó lærdómslega!

-----------------


Maður vikunnar; Ragnar Lárusson
#2; Viktor Orri Árnasson
#3; Hjörtur Yngvi Jóhannsson

Viðtal við Ragnar Lárusson -> kemur í næsta bloggi!


Matur vikunnar; Lambakjöt að hætti Íslendingar
Bjór/Vín vikunnar; Bjór = Gaffel Kölsch


Fag vikunnar; Félagsfræði


Kennari vikunnar; Þórarinn Árni Eiríksson Kennarinn



Síða vikunnar; ? einhverjir ?!?!


Mynd vikunnar; Myndin!



Lög vikunnar; ; Good Stuff með Clor og God Put A Smile Upon Your Face með Coldplay.


Lögin;
[Clocks með Coldplay
The Moss - exerpt með Daníel Ágúst]

Mun blogga meira á morgun!
Ég er þó allavega á lífi!


Snobbi


Í miðri fáranlegri viku

miðvikudagur, nóvember 02, 2005
Sælt veri fólkið!



Góðan daginn gott fólk. - Ég var að "vakna"!



Þessi vika hefur verið alveg helluð! Meira ruglvika hér á ferð! Hef ég nú ekki lifað í þannig viku áður fyrr! Og nú er aðeins miðvikudagskvöld! Ég hef lítinn tíma því ég er á netkaffihúsi hér í einhverju landi þar sem stelpur leita af sömu vinahórunum allan liðlangan daginn! Og strákarnir í sauðskinnskóm með smjör í hattinum sem leikur niður með hárinu og þornar út af hitanum, er það gelið í þessu landi. Hvar er ég? Allavega er vaknaði ég hérna rétt áðan og hef því verið rændur eins og annað venjulegt fólk. Bið ég alla um að hringja í lögregluna, fyrir mig! ...


Ég er ekki dauður! Sem betur fer! Vikan eins og fyrrsegir, hefur verið helluð og því hef ég ekki haft tíma til að blogga. En ég get sagt ykkur að ég hef hérna nokkur eintök af mjög góðum bloggum sem fyrr en síðar koma á netið! Verða "public"!
Ég elska þýsku og þýskumyndir!!


5 minútur eftir!






Ég bið alla um að syngja afmælissönginn og koma að/á Hvammstún á Syðri dölum í Dalasýslu, því nú er Viktor Orri Árnasson í dag orðinn 18 ára. Getur nú loksins keypt sér sígarettur og farið á þessu hórustaði sem eru hér í west-town of ?[Gardabaer]!...

En ég held að þetta land heiti Hvítisnakkur í Hnoðeyri, sem þýðir á íslensku Trondland!


Næstu blogg;

- Svefn Völu R.
- Plötudómar!
- Flugvísur
- Bílhræ með púðurbrauðum
- Félagsfræði vs. Þýska
- Þórarinn



og margt, margt fleira. Ég vona að þið sofnið á meðan - mikill lestur nú senn líður!



Lögin sem heyrðust í holræsum sem eru græn að lit eru;
[The Seed með The Roots
Make You Feel That Way með Blackalicious]



Kveðja;


Snorrmaster!