<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

Köben eða London?

föstudagur, september 30, 2005
Góða kvöldið gott fólk.
Ég sit hérna fyrir framan tölvuna á Laugarársvegi 24e. Það kom hingað áðan Hundaeftirlit Reykjavíkur útaf kvörtun sem barst þeim.
Þeir bjölluðu á íbúð hér hinum megin götunnar.
Gaurinn sem svaraði var með einhvern sora kjaft við þá. Gaurinn var stór, um 167cm. Með bjórvömb á við ólétta konu og var með bjór frá Vílfilfelli, Víking,
í hægri hendinni! Hann var sakaður um að hafa verið að rækta "Chorzochella" sem er nú um þessar mundir mjög vinsælt hjá Perúbúum. Og gefið sínum hundum þetta.
þessir litlu hundar sem gelta eins og þeir eiga lífið að leysa. Eins og þeir kunna ekki neitt annað !!...
Gera mann vitlausan þó maður siti ekki við þetta á hverjum degi. Kannski var hann að "prufa" þetta á hundanna til að þagga niður í þessum óláta dýrum. Ég er ekkert hér að
segja að ég fíli ekki hunda. Hundar eru fínustu dýr. Sérstaklega þegar þeir setja tunguna sína út um opinn bílgluggan og láta vindin leika um tunguna!
Hver finnst það ekki?
Konan sem kærði þetta athafi þessa soragaurs er strætóbílsstjóri. Hún byrjaði nú í vetur, ég veit ekki á hvaða leið hún er að keyra, kannski vil ég ekki vita það!
En hún hefur keyrt rútur í 17 ár. Hefur farið 6 ferðir hringinn í kringum ísland!... Hún er mikill dýravinur en finnst þó skemmtilegast að skjóta gæsir
uppá gamanið! Henni finnst þó léttast að skjóta rjúpur. Því þær eru svo rólegar og fljúga það hægt að létt er að skjóta þær. Svo líka sjást þær vel þegar hún fer á
veiðiflakk.

En nóg um þetta kjaftæði!
Ég verð að segja að ég sé frekar hreikinn! Það er ekki á hverjum degi að maður lesi c.a. 250 bls. á einum degi. Ég las bókina Sjáfstætt Fólk í gær,
fór í prófið í henni í dag. Þetta er ótrúleg bók þegar búið er með hana. En stundum hugsaði ég mér; "damn, hvað í fokkanum er ég að gera!?...
djö. langar mig að fara í fussball!" ...

Í prófinu sást hvergi til skítsins! [orðatiltæki!) = mér gekk bara þrusuvél í sjálfu prófinu. Mér finnst samt þessi próf persónulega mjög
asanleg! Þetta eru mjög afstæð próf ef maður getur sagt svo! Því að hver og einn hugsar ekki það sama né upplifir það sama!... Því er þetta mjög asnalegt
því einhver finnst þetta vera rétta svarið í þessari tilteknu spurningu en svo einhver allt annar maður/kona finnst rétta/réttasta svarið vera allt annað!

Benni og Axel komu með þá schnilldar hugmynd að fara til London eða Danaveldis í vetrarfríinu. Bara fimm! En ég kom með þá hugmynd að við ættum að fara til Danaveldis og kíkja á krónprinsessuna. Spurja hana nánar út í Ástralíu og kannski fá símann hjá henni. En það væri geggjað. Við myndum fara í vetrahléinu sem verður núna eftir nokkra dagaí MH! Í þar næstu viku. Kannski er það Danaveldi!? ... Kaupa ódýra bjóra og skemmta sér í góðum félagsskap. Eða kannski bara þykjast drekka. kaupa sér eplasvala setja síðan svalan í glas og setja þar næst kolsýrt vant útí. Það væri pottþétta betra en þessi nýji bjór sem er í 1,5L magni, flöskurnar það að segja.
Þssi bjór er versti bjór sem ég hef smakkað og sérstaklega því hann verður svo flatur eftir að opnað hann. Búinn með helmingin og hann er orðinn flatur.
Fáranlegt magn að hafa þetta í 1,5L flöskum.

Eftir skóla fór ég að hjálpa Þorsteini, Steina "der grosse Mann"! í heimadæmum í STÆ403. Og eitthvað flipp. En þegar heim var komið las ég viðskipablað Moggans, þar var frétt um það að Avion Group hefði keypt 4 breiðþotur, Boeing 777-200LR/F, fragtvélar. Kannski eftir 7-10 ár verður maður "kóari" [Copilot] á þessar vélar en vonandi ekki hjá Avion Group ekki meðan þeir hafa svona voðalega góða hugsun til flugmanna sinna!...
Þetta var mikið chill dagur. Næsta vika verður erfið. Próf í EFN303 á mánudaginn, STÆ503 á þriðjudaginn, og svo EÐL203 próf á miðvikudaginn. Úff!
En við strákarnir ætlum að hittast og taka upp. hugmyndin er að fara allir saman á fyllerí! Kannski verður það svo!...

En meðan ég las greinina um Avion Group minnti mig á að ég ætla/verð að fara að klára flugnámið. Planið er að fara í flugtíma lok næstu viku. Og láta þetta rúlla eftir það!

Lögin;
[Hvað sem verður - Bubbi
You Give Me Something - Jamiroqui
Banana Pancakes - Jack Johnson
The Science Of Selling Yousel - Less Than Jake]

Snúlli / Snobbi...


Óðmenn!

þriðjudagur, september 27, 2005
Já góðan daginn góðir hálsar. Eftir þennan skóladag, 27. september hef ég ákveðið að hætta í skólanum og vinna sem vaktamaður hjá Securitas og/eða bílstjóri á gröfu. Hvort myndið þið velja!? .... Endilega komið með svör !...

En ég segi allt bærilegt. Helgin var hörmung! Sunnudagurinn var bara sviti og tár!
Hef nú ekkert að segja meira um það allt saman bara einhver hrikalegur... lærdómur.

En nú að fara að sofa!

gúd nægt!

Lögin;

[Ég vil þig með Óðmenn
Vertigo með The Libertines]

Snobbi!


Hversdagsleikinn uppmálaður !

sunnudagur, september 25, 2005
Það er alltaf jafnt erfitt að finna góðan titil á hveru bloggi.
Og það er kannski einföld ástæða þess að fáir nenna að blogga!

En í gær var lesið í bókina Sjálfstætt Fólk, eftir Halldór [Kiljan] Laxness, til klukkan níu. Sótti Viktor Orra og fórum við samferða í afmælispartý til Gunnlaugs. Komu svo Stjáni, Matei og Jón Símon stuttu eftir að ég kom. Þeir höfðu farið í eitthvað nett sökk bústað við Akranes.
Við félgarnir vorum nú mest að tala við systur Gunnlaugs sem ég er búinn að gleyma hvað hét, vegna grámyglu. Sú er nú í læknisfræði og varð stúdent úr MH 2004. Hún var að segja okkur fullt í sambandi MH og stjórnina og eithvað crap!... Mjög fín stelpa!

Partýið var alveg good! ... og var mikil chillstemning þar sem Benni (beilari MH) fór að spila á píanóið lög eftir Pink Floyd og Radiohead, sem maður tók undir og fleiri! Einn frekar falskur.

Lögin;
[Sexy Boy með Air
Good Enough með Leaves]

Snúlli/Snobbi


Að drekka sig hellaðan, Hlemmur

laugardagur, september 24, 2005
Í gær var þetta rosalega kórpartý! Úff marr !...
Mætt var til Viktors Orra um klukkan hálftíu og var þar drukkið sig hell fullan! Mikið stuð og læti og létu allir bassarnir sjá sig. Eða það held ég það (fullur, hmm).

En við fórum svo um klukkan hálfeitt í aðalpartýið. Þar var saman kominn einhver fjöldi kórfélaga, mikið spjall, drukkið mikið magn af bjór og allir hressir. Þetta var ágætt partý. En eitt var ég þó fúll með að þarna var kominn nokkrir krakkar úr MH sem var ekki í kórnum, og er það ömurlegt. Þar sem þetta var partý einungis fyrir kórfélaga.

Í dag var vaknað með mikil þunnindi. Eina sem maður man var nokkur augnablik og ákveðinn lög sem spiluð voru en verkurinn í höfðinu var yfirþyrmandi! Lesið var í Sjálfstæðu Fólki og svo í kvöld er planið að kíkja á Gulla í hans afmæli og kíkja svo á strákanna þar sem þeir ætla að líta í eitthvað skítugan bústað rétt hjá Akranesi.

[Lonesome Years með Beck
Glósóli með Sigur Rós
She Loves You með The Beatles]

Snobbi....


.


Kórpartý ! Crazy

föstudagur, september 23, 2005
Já góðan daginn samlandar!

Í kvöld er planið að fara til Viktors Orra í lokað fyrirpartý og svo verður farið í kórpartý, þar sem menn missa sig yfir áfengisdrykkju! Ég veit ekki um mig en ég mun líklega bara taka sykurlausan Svala og fá mér með félögunum! Það verður nett! Nei ojjjh, það væri steikt. En hef því keypt mér Thule í gleri. Eitt veit ég að það er Bjórkvöld MH og MR og mig langar mjög að fara! Kostar líklega 500 kr. inn en enginn veit hvar það er! [heheh, asnalegt!] Enginn auglýsing.

En helgin er byrjuð. Hún verður nett! - Vonandi. Fer í afmæli á laugardaginn, en langar mest að fara í bíó. Svo náttla glás af lærdómi sem bíður á skrifborði eiganda þessa bloggs.

En sæl að sinni!

Lög sem hlustuð voru við þetta blogg;
[Carnival með The Cardigans
Wonderwall með Oasis]....

Snúlli....


Sturlaugur

fimmtudagur, september 22, 2005
Í strætó í dag á leið heim eftir nettan skóladag þar sem maður sofnaði í hverjum áfanganum á fætur öðrum! Og Jóa yfir manni að vekja mann eftir hverjan "nap". En allavega það sem mér finnst svo fáranlegt er hversu við Íslendingar erum svo ótrúlega kenjótt. Við finnum fáranlegustu nöfn í heimi. Sem dæmi um þau eru t.d. Gvendur, Hallvarður, Sturlaugur, Hallmundur og svo fátteitt sé nefnt.
Í dag var farið uppí skóla, MH, og þar var sungið fyrir foreldra nýnema nokkur lög. Það var alveg fínt. Var alveg til ellefu, var orðið frekar þreytt undir lokinn! Við seldum einhverjar glás af kökum og eitthvað sjitt!


Gvendur Brjánsson

miðvikudagur, september 21, 2005
Sæl góðu lesendur. Ef þið haldið að ég hafi verið dauður í einhverju horni í afkimum Hlemms þá er það sem betur fer bara hugarangur hjá ykkur. Eins og þeir sem eru góðir í reikningi þá er ég ekki búinn að skrifa blogg á þessa blessuðu vefsíðu heillengi, eða um 11 daga. Það er nú ekki gott! En svona er þetta þegar maður er í fullu á hverjum degi í skólanum og öðrum þáttum í lífsins.

En margt gerðist síðustu viku. Sem fyllti mig t.d. hugarangri.
Nokkur próf voru í vikunni, sem ég skeit á mig á í fyllstu merkingu. Svo kom helgin sem var flippuð í alla staði! Hjalti Geir tók myndir af okkur félögunum Jóhanni og Hödda. Jón Símon og Stjáni voru með okkur einnig en þurftu að fara út af vinnu deginum á eftir. En við fórum t.d. og fengum okkur eina feita pulsu/pylsu og kom þar ekki ein blindfull kerling á aldrinum 45-50 ára. Hún fór að tala við okkur, en endirinn segi ég ykkur seinna, hann er schnilld! Ætlum við að hafa þetta eina stutta mynd og ætlum við að bjóða nemendum MH að sjá þetta tryllta og fyndnu mynd! - Það væri draumur ... í dós ....

Hætti við að fara í paintball mót á vegum MH. 1900kr. fyrir einhverjar 20 mín. Sorry strákar, svona er að vera fátækur námsmaður með skítinn í buxunum!
En á morgun fimmtudag er kórtónleikar í sal MH. -jééééééé...

Helgin verður lærdómur og eitthvað flipp! En eitt veit að það verður drukkið sig fullan á föstudag - kórpartý.

Verið bless!

Snobbi / snúlli

[Lög sem hlustuð voru við þetta blogg voru;
Sir Duke með Stevie Wonder
Sweet thing með Van Morrison
Ghostwriter með RJD2]


Drivertussan !

laugardagur, september 10, 2005
Jæja góðan daginn öll sömul!

Í gær fór maður eftir skólan á kóræfingu og var æfingin til klukkan rúmlega
sex. Ég fór svo seinna um kvöldið að nálgast 22 til Viktors Orra og
sótti manninn. Keyrðum við síðan til Axels.
Þangað var förinni heitið til kráar,
einhvers súrastaðar sem ég hef komið á!, og þar komu seinna Benedikt
Smári, nafnarnir bú og Magnússon og Stjáni, Gegill, Bangsímon, Nonni
og Brian.
Við hlustuðum á bandið "múgsefjun" sem var alveg fín en
mættu kannski æfa sig betur, allavega vantaði eitthvað við lögin
þeirra, meiri pæling! Svo stiðu Búdrýgindi á stokkum klukkan
hálftólf. Og bjuggu til stuðið sem síðar hélst, samkvæmt mínum
heimildum.

Hef aldrei hlegið eins mikið þegar blindfull kona á
aldrinum 30-40 ára fór að dansa með Búdrýgindum ein á gólfinu og gerði
fáranlegustu hreyfingur - BLINDFULL !! Ekki vildi ég vera hún í dag!!! (hneheh!)
Ég var driver"tussan" þeirra Búdrýginda og keyrði með þá eftir
þeirra fyrra gigg kvöldsins á Gauk á Stöng, þar komu síðan
Stjáni, Bangsímon, Gegill og Magnús Magnússon, þar sem þeir áttu að
spila ásamt
einhverjum mestu pönk gaurum á landinu. Tónlist Búdrýginda og
hljómsveitanna sem spiluðu voru mjög svo ólík. En búmenn stóðu
vel fyrir sínu. Þeir stóðu sig vel og voru að mér finnst
besta bandið kvöldsins. Enda voru þarna bönd sem spila harðkjarna draslmúsík! Sem áðurnefndur Gunnar Egill bar sig vel að!
Í kjallaranum á Gauk á Stöng var full tunna af bjórflöskum og
fengu Búdrýgindarmenn sér bjór eins og þeir fengu borgað fyrir það.
Svona er að vera driver! Ekki satt. Þegar maður er settur í það hlutverk þá er ókeypis bjór. En ekki sé ég eftir því að vera edrú í gær. En þetta var ágætt kvöld og vorum við alveg til klukkan 03.
Nú er kvöldið rétt byrjað og æltum við, Stjáni, Matei og Bangsímon að hittast heima hjá mér!
úúújééé!....

Verið blezz!


Að skúra með Interpol

fimmtudagur, september 08, 2005
Jæja gott fólk. Þá er miðvikudagurinn, 7. september senn lokinn! Busadagurinn í MH!
Hélt fyrirpartý fyrir ballið, sem fjöldinn allur af fólki kom! Þar var stuð og góð stemmning. Vorum til klukkan 10, og fórum því næst á Broadway á ballið. Ég fékk far með Búdrýginda genginu; Benna, Axeli, Magga, Viktori Orra og Helga, það var stuð fórum, eða ég réttara sagt (heheh), að bögga nokkra vinnumenn sem voru að vinna kórter yfir 10. Það er ekki á hverjum degi sem maður er fullur og sér einhverja vinnumenn að vinna við að bora gangstétt klukkan 22 á virkum degi.

Á ballinu var góð stemming, allavega fyrst um sinn! Búdrýgindi stigu á svið rétt eftir að við komum inn í húsið og byrjuðu með sitt plan. Sem ég man ekkert hvernig það var, en allavega spiliðu þeir eitt af sínum (að mér finnst!) bestu lögum; "Spilafíkill"!
Eftir Búdrýgindi fóru á sviðið Hjaltalín og síðast en ekki síst Hjálmar. Þetta var fínt ball. Fór heim í taxa ástamt Eddu Maríu, Röggu, Maríu og Kristínu eftir ballið.

Í dag var vaknað klukkan 10. Það var dtullu erfitt að vakna, eins alþjóð veit sem er eldra en 16 ára þegar maður hefur hellt í sig áfengi!
Fór í skólan kl. 12:10 fór í Efnafræði og svo tvöfaldan þýsku, sem er einn af verstu tímum mínum þessara annar ásamt Félagsfræðinni.

Kom svo heim og eins og titillinn á þessu bloggi mínu fór ég að skúra með Interpol í græjunum!

En nú er um að gera að hrista af sér slenið og byrja að læra. Sé ykkur!!


Lífsleikni eitt hundrað og ellefu

þriðjudagur, september 06, 2005
Sæl veri fólkið!

Hvenar kom þessir áfangar inní skólanámskrá menntaskólanna, að það þyrfti að hafa þrjár einingar í lífsleikni, sem mér persónulega finnst frekar vera á mörkunum að mætti sleppa!
En nóg um það. Í dag var farið ásamt samnemendum mínum í þessum áfanga, kallaður LÍL111, og var ferðinni heitið austur til Þingvalla. Þar var gerð einhver verkefni gerð um sögu og umkhverfi Þingvalla. Mér ásamt nokkrum öðrum fundumst við vera aftur komnir í 2. bekk í Grunnskóla. En nóg um það! Þetta var svosem ágætt að fá aðeins frí frá bóklegu námi og vera með félögum í góðu veðri, líklega með þeim síðustu á þessu sumri. Fórum síðan í Sogstöð sem er að mig minnir 48 MW. Og þegar hún var byggð rétt eftir 1950 voru mikil mótmæli við að byggja þessa virkjun sem þá var gríðarlega stór. En engin mótmæli eru nú í dag. Sama má segja um Búrfellsvirkjun þegar hún var á teikniborðinu. - Hvað verður þá um Kárahnjúkavirkjun? Ég er nú hlinntur henni.


En nóg með það, ég fékk þær gleðifréttir frá Viktori Orra að ég hefði komist í kór Menntaskólans við Hamrahlíð, og fór á mína fyrstu æfingu strax og ég kom úr þessari ferð minni. Gekk þetta allt á óskum þessi fyrsta æfing, þó ég sjálfur segi frá.

En á morgun er busadagurinn, busaball og góður fílingur! Jééé !...

Sé ykkur,

p.s. fleiri myndir frá Hawaii munu bráðlega koma innan tíðar!


????

mánudagur, september 05, 2005
Helgin var mjög afslöppuð. Það var lært eins og gengur og fór í eitthvað partý á föstudeginum út á nesinu (the place!) með Jón Símoni. Vorum þar stutt! Síðan á laugardeginum var horft á Ísland skíta á sig (seinni hálfleikur) á móti Króatíu. Hef aldrei séð meiri kellingar að spila fótbolti, og þá er ég að meina leikmenn Króatíu, eru þeir svona ótrúlega miklar kellingar eða svona miklir aumingjar? Þeir duttu alltaf eða vældu í dómaranum ef Íslendingur tæklaði þá eða snerti þá á einhvern veg. Sem ég ætla ekki að lýsa hér. En svo var farið í bíó, Háskólabíó, með Jóhanni og Hödda. Horft var á myndina "Strákarnir okkar", hef aldrei séð neina mynd sem er með jafnmiklum sórakjaft og hún. Var samt alveg fín á köflum. Gaman að sjá svona asnalegar, fyndnar íslenskar myndir. En það mun aðeins einn breyta því, Sindri Grétarson (hehe!).

Nú er vika númer þrjú að byrja, busball og alles. Það verður nett gúdd!

En við heyrumst síðar.


Kaffi !

föstudagur, september 02, 2005
Já góðan daginn gott fólk. Ég veit ekki hvort ég sé sofandi eða vakandi akkúrat núna, gat eiginlega ekkert sofnað í nótt! Í gær hittumst við strákarnir, ég, Kristján og Jón Símon á kaffihúsi þar sem Matei vinnur og hann gaf okkur kaffi eins og hann kunni ekkert annað, eins og hann fengi borgað fyrir það!
Ég og Jón Símon notuðum tækifærið og prufuðum nokkrar tegundir af kaffi. Kíktum síðan á eitthvað nett og en nokkuð sveitt busajamm uppí mh um klukkan 23 þegar við vorum saddir eftir alla kaffidrykkjuna! Nokkrir voru með magakveisu! Við félagarnir fengum ekki aðgang inn að ballinu. Vorum of "stórir" (hehe!). Skrópaði í fyrsta sinn vetrarins fór með Matei og Jóhanni uppí Kringlu og fengum okkur að borða þar. Keyri líklega til Keflavíkur til að sækja föður minn! - Úúújéé!...


Ég hvet alla til að kaupa nýju plötu Sigurrós, plötuna sem ber hið ágæta nafn Takk . Er að hlusta á að mér finnst besta lag plötunar lagið Sorgleg, það lag lýsir Sigurrós mjög vel. Stígmögnuð snilld, sem springur að lokum. Endirinn á laginu er hvað flottastur!


Ég óska honum Elvar Erni Viktorssyni til hamingju með 18 ára afmælið!



En ég kveð að sinni! Og andið djúpt um helgina, góða skemmtun!


1. September 2005

fimmtudagur, september 01, 2005
Góðan daginn gott fólk!

Þá er kominn 1. september og árið 2005. Ótrúlegt hversu hratt klukkan snýst. Mér finnst hún snúast hraðar eftir því sem maður verður eldri!

En í dag var fínn dagur í skólanum. Var nú samt alveg að drepast í hausnum í morgun, en líklega út af þreytu. Fór núna áðan í eina góða klippingu hjá Dóra á Hótel Sögu. Búinn að klippa mig allt frá því að það var byrjað. Fínn gaur og góður klippari. En fer núna á eftir líklega á kaffihús og kíki á Matei með strákunum, þeim; Kristjáni og Jón Símoni (bangsímon!). En föstudagur er á morgun. Þessi vika fór hratt af stað og endar hraðar en hún byrjaði!

Ég mæli með að þið kaupið plötuna Takk með snilldarbandinu Sigurrós
þetta er meistarastykki, hreint og klárt!

Snobbi