<$BlogRSDUrl$>
Háfleygt blogg að hætti Snorra

Skrifað blogg við fyrsta fárviðri vetrarins!

föstudagur, október 28, 2005
Góðan daginn gott fólk!



Jæja, þegar þetta er skrifað er mikið fárviðri, fyrir þá sem hafa áhuga gef ég hérna nokkur Weather Report (METAR) á þrem stöðum á Íslandi; Keflavík (BIKF), Reykjavík (BIRK) og Akureyri (BIAR).

Keflavík - BIKF klukkan 23:00 ;
METAR 32032G42KT 1200 R20/1100 -SN BLSN VV008 00/M01 Q0975=

KT= hnútur
Einsog fyrir þá sem lesa þessa síðu og vita eitthvað um flug þá er vindurinn 320/32G42KT. Það þýðir að hann er í stefnu 320° og blæs 32-42 hnútum. 1KT er sama og ef farið er eina sjómílu (1,852m) á einni klukkustund! Því er vindhraðinn uppá 32-42 hnúta geysilega mikill vindhraði.

Reykjavík - BIRK klukkan 23:30 ;
METAR 33025G35KT 1300 SN OVC005 00/00 Q0971 01590799=

Akureyri - BIAR klukkan 23:30 ;
METAR 34017KT 8000 -RA VV016 01/M00 Q0970=


Þetta er alveg ömurlegt veður!



Þess vika var fremur fín! Fór fremur hægt af stað fannst mér. En svo kom "allt í einu" fimmtudagur og leið hún því mun hraðar en ég bjóst við. Strax kominn föstudagur.

Eins og nokkrir góðir lesendur vita þá gerir eigandi þessa bloggs alltaf ákveðinn útdrátt á hverri viku. Í síðustu viku kom ég með þá "nýmynd" að velja bjór eða vín mánaðarins. Nú ætla ég að koma með þá nýmynd að þeir sem verður "Maður vikunnar" þarf að svara ákveðnu viðtali. Það viðtal getur þó breyst eftir viku og eftir hver svarar! - Viðtalið er hér fyrir neðan?



Maður vikunnar; Jónas Þór Guðmundsson
Jónas Þór Guðmundsson



-Viðtalið;

1) Hver eru áhugamál þín ? Tja..Flug?, veiðar og fótbolti.

2) Ertu á lausu/föstu ? Lausu.

3) Á hverri braut ertu á/varstu á ? Hinni alræmdu Félagsfræðibraut Menntaskólans á Akureyri.

4) Hvað ertu gamall ? 21 (kominn á þrítugsaldurinn).

5) Í hvaða skóla varstu í/ertu í [menntaskóla!] ? Menntaskólinn á AKureyri og síðan kláraði ég Flugskóla Íslands.

6) Hvert draumstarfið þitt ? Flugmaður, gott job!

7) Hvað myndiru gera ef þú værir forstjóri FL Group í tvo daga ? Kaupa Boeing 777 og ráða mig í vinnu á hana, jafnvel gera mig að yfirflugstjóra í leiðinni.

8) Finnst þér gott að fara í sund ? Það er oftast mjög þægilegt já.

9) Hvaða íþrótt finnst þér skemmtilegust ? Fótbolti og Handbolti.

10) Hvaða íþrótt finnst þér leiðinlegust ? Körfubolti og frjálsar íþróttir.

11) Hvað myndiru/vildiru gera ef þú værir forsetisráðherra í einn dag ? Kaupa ís og skoða launaseðlana mína.

12) Hver er uppáhaldsmyndin þín ? Dont be a menace to south central while drinking juice in the hood.

13) Hver er leiðinlegasta myndin ? Hmm, ég hreinlega veit það ekki. Reyni að sleppa því að horfa á leiðinlegar myndir.

14) Eitthvað sem þú vilt koma fram ? Nei það held ég ekki.

15) Með hvaða félagi helduru mest uppá á Íslandi, Ítalíu, Spáni, Þýskalandi og Englandi ? Ísland: KA, Ítalía: Roma, Spánn: Real Betis, Þýskaland: Dortmund og England er það Chelsea ekki nokkur spurning.

16) Hvað er/var þriðja málið þitt í menntaskóla ? Þýska, opinbera túngumál helvítis.

17) Hver er draumstaðurinn ? Þeir eru víða, það er aðalega stemmingin sem ríkir hverju sinni sem skiptir máli.

18) Hvað er skemmtilegasta fagið í skólanum ? Ég er ekki í skóla en í þeim skóla sem ég var í síðast var það Aircraft General Knowledge.

19) Finnst þér þetta steikt ? Þú ert steiktur!

20) Myndiru vera "ræstitæknir" í einn dag ? Nei það er svo leiðinlegt að þrífa!
21) Hvaða skemmtiklúbbur finnst þér skástur ? Sólon

22) Ferðu út í sumar ? Það er vetur núna? sérðu það ekki?...

23) Hvaða lönd hefuru komið í ? Ísland auðvitað, Danmörk, Þýskaland, Spánn, Portúgal, Bandaríkin, Bretland, Grænland og Finnland.

24) Hvaða land myndir helst fara ef þú færir til Asíu ? Brunei eða Nepal.

----------



Matur vikunnar; Lax með fílakarmellum



Bjór/Vín vikunnar; Bjór! Bravaria.


Fag vikunnar; Efnafræði



Kennari vikunnar; Soffía Sveinsdóttir Soffía!




Síða vikunnar; Síða vikunnar!




Maður vikunnar; Jónas Þór Guðmundsson,
#2; Benedikt Smári Skúlason,
#3; Friðfinnur Ásmundsson,



Mynd vikunnar; Myndin




Lög vikunnar; Don´t Ever Think með The Zutons og Comfortably Numb með Pink Floyd.


Lögin;
Lögin voru nú í boði "Sælgætisgerðin".


--------

Nú var valið senn lokið fyrir næstu skólaönn. Ég valdi; ÍSL503, STÆ703, ENS203, EÐL393, JAR113, LIK541, ÞÝS403.


Kveðja;


Snúlli


Gul lauf falla

þriðjudagur, október 25, 2005
Já, góðan daginn kæru lesendur!



Ég er nú sem stendur að hlusta á diskin In A Safe Place með The Album Leaf. Sá sem samdi diskinn, Jimmy LaValle er að gera alveg stórkostalega hluti. Platan er alveg frábær! Sérstaklega fyrsta lagið lyktar smávegis af Sigur Rós, sem er bara allt gott um það að segja. Enda elskar hann land og þjóð og kom einmitt hingað til lands og tók þessa plötu í hljóðveri Sigur Rósar í Mosfellsbænum! Enda heitir síðasta lagið á plötuna, sem geymir als 10 lög, Moss Mountain Town, sem er einmitt bein tilvitnun í hans dvöl í Mosfellsbænum.

Meðan maður labbar að strætóstöðinni frá skólanum sér maður gulu og rauðu laufin falla á svörtu göturnar, haustið, nú eða veturinn er kominn - sjálfur bolabíturinn! Fuglarnir og flugvélarnar fljúgandi yfir mann! - Já flugvélar! - Djöfull langar mig að fara að fljúga! Vera fyrir ofan alla og sjá borgina og landið fyrir neðan mann! Já, sérstaklega í svona geðveikislegu góðu veðri, sem verið hefur síðustu daga. T.d. í dag, þriðjudag 25/10/05, var kalt [gott fyrir afköst flugvélarinnar!], sól. Lítið af skýjum, skýjum sem eru annaðhvort langt frá höfuðborgarsvæðinu eða langt yfir okkur, í þeirri hæð sem millilandaflugvélarnar eru í! Kyrrt loftið og lítill vindur. Þetta er "perfect" veður til að fljúga, til að njóta útsýnis og þessa tilfinningu að maður sé frjáls eins og fuglinn fljúgandi! Kannski eina vandamálið er bensínið! ...

Á sunnudaginn var farið niður í bæ, og það eina sem gert var, var að fara í Skífuna á Laugaranum og kaupa miða á Sigur Rós, 3800 kr.,- Minnir samt að þarna vanti um 15 kr. uppá uppsett verð. En það skiptir engu. Ég verð að segja að þetta er frekar ódýrt verð, ef horft er á hvaða númer af bandi er = Sigur Rós. Á t.d. Coldplay kostaði um 4.500-5.500 kr. Mér finnst og fannst það frekar mikið, en lét mig hafa það. Sé ekki eftir því að hafa farið á Coldplay. Þeir voru snilld.

Eina böggið er að maður náði ekki í stúku miða, en rænir kannski miða Hödda.

Í dag komu bassarnir hingað heim. Og var æft Requim. Það fallega verk sem Mozart lauk ekki við vegna lát hans. En lærisveinn hans lauk við hins vegar. Mjög fallegt, mjög flott.
Á morgun verður farinn einskonar vettvangskönnun í áfanganum EFN303. Og er ferðinni heitið uppí HÍ. Það verður stuð - vonandi! Myndavélin verður ekki langt frá!

En Snobbinn kveður að sinni.



Lögin;
[Window með The Album Leaf
In A Safe Place með The Album Leaf]




P.s. : Plötugagnrýnin fyrir Higurð Sólm og Ísak verður gerð mun bráðar. Ekki örvænta!


Hressleikinn undurmagnaður !

laugardagur, október 22, 2005
Já góða kvöldið gott fólk!


Eins og alþjóð veit er laugardagskvöld! Og er allt gott að segja um það!
Hér er smá úrdráttur úr liðinni viku.



Matur vikunnar; Beikonkjúlli með brúnni sósu ofan á!



Lög vikunnar; What you Meant með Franz Ferdinand og In It for The Money með Supergrass.


Síða vikunnar; Síðan!





Fag vikunnar; Þýska



Kennari vikunnar [mynd!];
Jóhann Ingólfsson





Bjór/vín vikunnar [nýtt!]; Í þetta skiptið er það vín, vín frá Frakklandi. Chateau du Cartillon 2002.




Mynd vikunnar; Myndin!



Maður vikunnar; Axel Haraldsson,
#2. ; Jóhann Birkir Guðmundsson,
#3. ; Hörður Ingason.


Já, þá er þessi blessaða vika búinn. Var hún alveg fín. Fljót eins og spilakassi á Ölfusánni. Mér fannst mjög fyndið að ákveðinn persóna trúði þessu sem gerðist einu partýinu um daginn! Og er það kannski það besta og jafnframt fyndnasta sem gerðist í síðustu viku!



Búinn að lesa einhverjar þjóðsögur í dag, fyrir "skemmtilegasta" áfangan í MH, ISL403. Þetta er fyrir eitthvað verkefni sem skila þarf með ritgerð í byrjun nóvember. En það sem ég ætla að fara að segja er hversu fyndnar þessar sögur eru. Hvað íslenskar frúr og herramenn voru ótrúlega hugmyndarík. Ég meina; ekki trúir allir að þetta hafi skeð! Ekki allt! Mesti parturinn af þessu hefti sem ég er með nú fyrir framan mig eru sögur um samskipti mannfólksins við drauga og tröll. Og því miður ég trúi ekki að svo hafi verið! - Að þessar verur hafi verið einhvern tímann til! ... því miður!

Gærdagurinn var fullkominn slökun. Samt alltaf þessar sjónvarpsstöðvar sjónvarpa ömurlegum þáttum á góðum tíma eða eru með alveg fáranlega leiðinlega mynd sýnda! - týpiskt.
Mér finnst að við MH-ingar ættum að stofna okkar eigin sjónvarpsstöð. Með þeim þáttum sem við viljum horfa á! T.d. búa til þátt sem eru einungis viðtöl við kennara skólans eins og Jóa stærðfræðikennara, Þórarinn stærðfræðikennara, Bernd Hammerschmidt og marga góða en sérstaka kennara.

Í gærkvöldi komu félagarnir Jón Símon og Kristján. Við chilluðum og hlustum á góða musika! En svo kveiktum við á Skjá 1num. Og var ekki sýndur þátturinn Íslenski Bachelorinn! Já þessi þáttur gefur mann það þrep í sálartetrinu á hlægja. Hlægja ekki af því hann er svo fyndinn, heldur hversu asnalegur sjálfur þátturinn er. Ég verð nú að segja að þeir gátu nú alveg tekið flottari stelpur inn! Þeir gátu nú alveg farið á Lækjartorg, Hlemm, Glaumbar eða Goldfinger til að finna flottari stelpu"lufsur" en þessar telpur! En jamm! Eitt blogg ætla ég að skrifa um þenna blessaða ömurlega en íslenska þátt, og verður það blogg heil ritgerð!


Veriði sæl


Lögin;
[La Song með Supergrass
Farewell með Beck
Like Eating Glass (mix) með Bloc Party
Helicopter með Bloc Party]

Snobbi kveður að sinni ....



-> ... Virðingarfyllst!


Strákarnir trylltu liðinu á Gauknum!

miðvikudagur, október 19, 2005
Já, góðan daginn gott fólk!

Já, þegar ég labbaði úr skólanum í dag, hugsaði ég sem gerðist í partýinu hjá Lilju um daginn, eða það var núna akkúrat fyrir viku síðan, fyrir hið "fræga" 90´s ball.
Ég, Höddi, Hjalti Geir og Óli vorum fyrir utan. Kemur þá ekki gamall kall/eldri maður með skalla framhjá okkur. Hann því næst fer undir svalirnar hjá Lilju þar sem var kominn hópur fólks að reykja. Sé ég ekki strák sem kom í partýið og Hreðmár heitir og er hann að pissa. Í sama mund labbar þessi ágæti eldri maður undir bununa - beint á skallann. Endan á þessari ágætu sögu segi ég betur seinna, við betra tækifæri einsog einn ágætur aðili segir alltaf! Veit samt ekkert hver það er!

Í kvöld fór maður á Iceland Airwaves, Gauk á Stöng, að hlusta á félaganna í Búdrýgindum. Þeir stóðu fyrir sínu! Maður var að taka myndir eins og ekkert væri sjálfsagðara. Kannski koma þær,myndirnar, í albúmin mín - hver veit! ...

Þetta var mjög mikið stuð, og var margt um manninn á Gauknum, kom það mér gríðarlega á óvart! Búdrýgindi byrjuðu 20 mínútur í 21 og voru að spila í 35-40min. Þeir voru með góðan "matseðil" og var fíluðu allir sem voru að hlusta á tónlistina.

En ég mæli með að þið lesendur góðir kaupið nýja diskinn með Franz Ferdinand, You Could Have It So Much Better. Frábær lög, góður diskur!...

En ég tileinka félögunum í Búdrýgindum þetta blogg mitt, þetta voru góðir tónleikar sem allir áttu að fara á! ...

Kveð að sinni, Snobbi !


Lögin;
[What You Meant með Franz Ferdinand
Fade Together með Franz Ferdinand]


P.S. : Arnór skiptinemi í Argentínu fór á þessa fossa nú um daginn.
-> Fossarnir


Helluð helgi með Vetrafríi !

sunnudagur, október 16, 2005
Góðan daginn gott fólk!

Þá er þessi stórfína helgi senn búinn. Byrjaði nú með vetrarfríi á miðvikudaginn! Þetta var heljarinnar chill. Og skemmtun!
Planið var að læra eins maður kunni ekkert annað í lífinu. En það fór sem fór. Maður vaknaði alltaf um klukkan 12 og nennti ekki neinu. Lá í sinni leti og horfði á Alþingi frekar en að lesa í ISL403. Sem er by the way, ömurlegasti áfanginn á þessari önn verð ég að segja!

Ég verð að segja þótt það er fáranlega langt síðan, ábyggilega 4 ár! Síðasta föstudag fór Ipodinn minn í "fokk"! Ég var með einhver 3500 lög og alveg geggjaðan Ipod, og ætlaði ég að setja einungis 2 lög inná hann. Þegar ég var búinn að því og búinn að disconnecta hann frá tölvunni þá var enginn lög eftir á Ipodnum. Öll flogin einhvert með vindinum, gætu þess vegna kominn til Líberíu! En það er nú annað mál. Það er alveg fáranlega erfitt svo að uppdeita hann. En það er kannski af því ég er svo hroðalega mikill tölvunörd.

Helgin var mjög góð í alla staði. Á föstudag, hitti ég Jón Símon. Hittum svo Sunnevu og Odd. Og horfðu þau á einhverja mynd sem ég man ekkert hvað heitir. Kannski þú Jón, getir sagt mér hvað hún heitir!? En ég fór stuttu síðar í partý til Viktors Orra. Kíkja endilega á myndir þaðan. Getið kíkt á myndir -> Myndir af partý hjá Viktor Orra!
.Þetta var bara gott partý. Fullt af töffu MH fólki. Og bara stuð þar á bæ. Þetta kláraðist svo með einhverju Pizzuáti og flippi.

Á laugardeginum var hellað partý hjá Jón Símoni. Þar var samankominn hópur fólks frá Skandínavíu og úthverfum Reykjavíkur; Árbæ, Grafarholtinu og Grafarvogi. Þetta var rosalegur fjöldi fólks. Hef aldrei séð hann stærri nema í samkvæmi með Framsóknarmönnum og Vinstri Grænum. Löggan kom 2x og í seinna skiptið rak hún út mannkindurnar út, ekki út úr fjósi heldur út úr húsi Jóns. Þannig að maður fór að reka fólkið út sem maður þekkti ekki rass, né frá hvaða þjóðar það var. Í staðinn fyrir að skemmta sér! Maður þó skemmti sér vel í byrjun og lét Captaininn ekki trufla sig. Fyrst í stað, var mannkindurnar samankomnar fyrir utan heimilið og þurftu 18 löggur og 6 löggubílar að smala fólkinu eins og kindum fyrir réttir út úr hverfinu. Samkvæmt mínum nýjustu heimildum gekk það allt að óskum og voru réttirnar rétt fyrir neðan Perluna. Þar var fjöldi fólks samankominn og þurfti Lögregla Reykjavíkur að kalla Varnaliðið til hjálpar!

Þegar hópurinn var farinn út, tóku við þrif! Ég hef aldrei í minni þrifnaðartíð séð eins ógeðslegt gólf. Gólfið var kol séð utan frá. Þetta var svart að lit!

Lögin;
[She´s Hearing Voices með Bloc Party
Helicopter með Bloc Party
Banquet með Bloc Party]

Lög af remix disknum!....


Til styrktar geðveikum!
.... Lítið á!


Í Vetrarfríi !

föstudagur, október 14, 2005
Já góðan daginn gott fólk!



Ég setti mér það stórfenglega markmið á þessari síðu að koma með úrdrætti úr liðinni viku. Og setja þá á net heimsins annaðhvort á föstudegi eða laugardegi hverjar viku!




Lög vikunnar; Falling með Jamiroquai [til heiðurs Gísla "bíf"!] og BeginningEnd með Benni Hemm Hemm.



Mynd vikunnar; Myndin



Maður vikunnar; Gunnar Egill Daníelsson [sérstaklega fyrir beygluna á einum tilteknum bíl!].
#2; Kristján Ari Úlfarsson.
#3; Jón Símon Gíslasson.


Síða vikunnar; Síðan



Matur vikunnar; Greitindbollur með rauðspínssósu og osti ofaná!



Fréttir vikunnar; Fréttin
, Fréttin



Kvikmynd vikunnar; Napoleon Dynamite [mesta lúðamynd sem til er. Schnilld!!].


Já þá er er vetrarfríið senn á enda. Fjandinn hafi það!... Væri alveg til í að vera í skólanum Mánudag, Þriðjudag og Miðvikudag. Spurning? En planið er að fara kannski á Granrokk og fara á tónleika með hljómsveitinni SKE. En allavega á morgun verður hellað partý. SEgi ekkert nafn, né ekkert heimilisfang. En þið gætuð hringt í 118 og fengið upplýsingar þar sem varða partýið. Planið eins og ég hef nokkrum sinnum sagt frá var að klára þetta blessaða flugnám mitt. En svo er ekki raunin í dag. Búið að vera hálfleiðinlegt veður og eitthvað vesen með flugkennaran. En þetta kemur, kannski ekki á hraða ljósins, en það kemur.

Í gær var farið í Verzló á fund sem var um framhaldið af þessu verkefni, Deep Impact. Ástæðan fyrir því að ég fór til Hawaii.

Helgi Tommi og ég bjuggum til nokkuð good lag. Og kemur bráðlega linkur á þetta lag bráðlega. En þetta er meira flipp en eitthvað tónlistarundur. Mæli með að þið hlustið, VEL !!!

En verið bless! - Karlþulan á RÚV kveður að sinni! [tilgerðarlegt bros!].


Lögin;
[Canned Heat með Jamiroquai
Corner of the Earth með Jamiroquai]


Úúúúú! Jamiroquai-dagur!

Kannski til heiðurs þessum heiðursmanni; Gísla!


Snúlli Snúbb !


Gísli respect !!...


Karlþulan á RÚV !

miðvikudagur, október 12, 2005
Já góðan daginn góðir lesarar!

Ég sit hérna fyrir framan þessa tölvu í staðinn fyrir að horfa á Cheers, eða á íslensku nefnist þessi þáttur sem Matei má ekki missa af,Staupasteinn. Búinn samt að vera að horfa á þessa þætti á Mánudaginn var og í gær, Þriðjudaginn. Til þess eins að finna hugmyndir hvernig maður á að vera klæddur á 90´ balli MH. Þetta ball er í kvöld. Planið er að við strákarnir ætlum að hittsat hjá Bangsímoni og fara síðan til Lilju, og drekka sig í hel áður en maður mætir glaðvaskur á dansgólfinu!

En eftir allt sama, eftir allan höfuðverkin er maður kominn að niðurstöðu. Ég vil ekki tilkynna fatavalið mitt fyrir kvöldið, það eina sem ég get sagt á þessari stundu er maður þessa bloggs mun mæta með flottustu gleraugu sem til eru!

Ég hef fengið meiri umhugsunarfrest varðandi þessa sendiferð forsetisráðherrans til Bangladesh. Sem betur fer!

Teljari mun vonandi koma senn bráðar, þar sem maður er ekki með blog.central.is síðurnar. Vil ekkert bæta við, þar sem það mun vera mjög "jákvætt". En allavega. [jeeee !]

Ég vil benda öllum á að kaupa plötuna Benni Hemm Hemm, með samnefndri hljómsveit. Mjög flott lög þar sem mest af lögunum er góð fyrir chillaða borðstemningu eða fyrir lærdóminn!
Siggi H. kom til mín í skólann og bað mig að gefa eina af hans plötum, sem er í uppáhaldi hjá þessum ágæta manni dóma. Hvort á ég að gefa magn stjarna í formi; smokka, bleyja, fiska eða Captain Morgan?... Hvað finnst ykkur.



En siggi þetta mun koma!


Lögin;
[Benni Hemm Hemm]


Snobbi snúll, kveður að sinni. "Veriði sæl [bros!]" .....


Flottustu gleraugun á markaðnum !

þriðjudagur, október 11, 2005
Já góðan daginn gott fólk.

Í dag eftir að komið var heim eftir erfiðan dag, sá ég bréf stíla á mig sjálfan. Bréfið var frá ríkinu. Fyrst hélt ég að þætti væri eitthvað varðandi skattana mína, hvort ég ætti einhvern pening inn í í ríkinu, svona eins og maður ætti pening á einni trjágrein hérna í garðinum! Svo gott var þetta ekki! Þetta var boðsmiði frá Forsetisráðherra Íslands, um að fara með fylgdarliði þessu til Bangladesh! En ég þá sem töskuberari! Ég er að pæla að sleppa þessu. Neita þessu! - Eða hvað finnst ykkur?



En úr því að ekkert var bloggað í gær, mánudag, þá verð ég að segja frá helginni. Hún var að mörgu leyti góð. Á laugardaginn var, fórum við Stjáni á Glaumbar í afmæli til Unnar. Það var mikil fjör, og var eitt slík bolla í boði afmælisbarnsins! ...



Á barnum var ekki nóg að bjóða uppá eina bollu, venjulega bollu, heldur var í raun boðið uppá 4 tegundir bollu, og allar jafn sérstakar. Hægt var að fá drykk sem er mjög líkur óvenjulegri bollu, en drykkur sá heitir; Svitabolla! Það voru hægt að fá þrjár tegundir af þeim drykk. Tegundirnar voru sem hér segir; Hrafnkelsbolla, Jónmundarbolla og Arnjónsbolla. Allar voru þær eftir ekki lakari mönnum en þeim sem bjuggu til efnið sem er aðaluppbygging drykksins, svitabolla, og bjuggu það til drykkinn LIVE! - Á staðnum!
Já vitið menn! Þeir voru þarna á hjólum í lokuðu glerherbergi inná á barnum við dansgólfið. Og gat maður því séð hvernig gengur með að leka afurðunum niður til barþjónsins sem var alveg við það að gefast upp, ekki út af starfinu, heldur var það vegna þess hversu lyktin var "undurgóð" eins og einn barþjónninn lét eftir sér.

Voru þessir drykkir mjög vinsælir þetta ákveðna kvöld. Og höfðu aldrei verið svo vinsælir áður fyrr, nema nú. Eigandi barsins tók þetta frá útlöndum, nánar tiltekið frá landi sem er mjög fjarlægt okkur, hefur aðra menningu, Togo. Togo hefur gert þetta síðan 1827. Þetta er því stór partur af menningu þeirra, og var drykkurinn í fyrsta sæti, fyrir ofan drykki eins og til dæmis; Dr. Pepper, Mjólkina, Vatnið og Schweppes með eðlamauki [búinn að vera í efsta sætinu í rúm 24 ár!]. Þessi drykkur sem ber hið ágæta nafn Hyndovarem á tungumáli Togo-búa hefur ekki verið mjög vinsæll síðustu ár. En er allur að koma til. Þetta var bragðgott og alveg mjög gott, mér fannst besta bollan náttla þessi venjulega og Arnjónsbolla, en bragðið var eins og að sjúga jarðarber gegnum nasirnar. Mjög skrítið. Stjána fannst Hrafnkelsbolla vera best. En ekki vil ég gefa upp bragðið af þeirri blessaðri bollu. Það bíður betri tíma!

Jón Símon sótti okkur Stjána og fórum við í eitthvað hellað partý í Grafarholtinu, til gaurs sem ég var með í skóla, Kristófer hét sá myndarpiltur, en hefur nú verið allt of mikið undir götunni þessa daganna!
Þetta var fáranlegt. Og maður fékk fáranlega tilfinningu sem ég vil ekki nefna hér, vegna guðlast! En sumir vita af því og ekki aðrir!!!
Benni búi og Axel hinn góði sóttu mann og tóku Kristján upp á miðri leið, en hann var þá týndur og var byrjaður að lappa til Mosfellsbæjar. Fór vitlausa átt! Við tókum hann því uppí og keyrðum hann í rúmið - eða þeir. Mikið var flippað í bílnum og var maður í góðu stuði!! Þangað til að maður var rekinn út! [hnehnehne!]. En gott með það allt saman. Fékk góðan punkt frá þeim öllum, punkt sem Axel hefur verið að melta í maganum sínum lengi. En það bíður sagnaritunar seinna, við betra tækifæri.

Á morgun er fokking Nineties ball MH. Og er planið að vera nokkuð of góður á því. Planið er að vera steiktur á því, steiktur á nippinu og vera ekki síst í steiktum fötum og náttla skemmta sér með félögum. Fyrirpartý er komið og því verður sett allt í gang. Flöskunar sem ég safnaði í síðustu viku kemur sér vel núna því það þurfti ekki að nota þær í afnælinu Unnar.
Er það að endurtaka Jón Símon um árið og taka einn Captain Morgan eða bara bjórpissið!? Hvað finnst ykkur, á maður að vera góður á því og gera sem einn góðan/vondan skandal. Sem margir hafa gert og einn alveg sérstaklega núna uppá síðkastið, en ég nefni enginn nöfn!....


Hvað finnst ykkur?


En ég kveð að sinni. Vetrarfríið er að byrja og því er planið að reyna að klára þetta blessaða flugnám mitt. Fara með félögunum til Ukraínu, í von um að finna betra líf. Finna gullborgirnar sem voru þar um 1793. En meira um það seinna!

Aldrei nema að það komi í næsta bloggi!....



Kær Kveðja;



Snobbi



Lögin;
[BeginnEnd með Benni Hemm Hemm
In Particular með Blonde Redhead
Hummingbird með Wilco
Handshake Drugs með Wilco]


Síðasta dagur þessarar viku !

laugardagur, október 08, 2005
Já góðan daginn gott fólk!

Þá er þessi vika loks búin. Þetta var alveg stórfurðuleg vika. Alveg helluð að hætti MH! Fór í 4 próf! En mér er sama! Þið ábyggilega líka !...



En eitt vil ég taka fram;...



Matur vikurnnar; Pylsa/Pulsa. Með steiktum og hráum lauk. Remúlaði, tómatssósu og SS-sinnepi


Lag vikunnar; Havana Gang Brawl með The Zutons. Animal Chin með Jaga Jazzist.


Fag vikunnar; Félagsfræði.


Maður vikunnar; Hjalti Geir Erlendsson.

#2. sæti; Guðmundína Sigmundsdóttir.

#3. sæti; Urður Sæta Ertsdóttir.


Síða vikunnar; Heimasíðan



Mynd vikunnar; Myndin




Í dag var farið í þessa "fræguskítagöngu" MH. En ef ég á að vera hreinskilin þá var það alveg fínt! Fínt fólk - góðir félagar manns. Ágætt veður - ekki eins kalt og maður hélt að væri! Eftir að komið var uppí MH aftur, var farið á vakt á vegum kórsins! Og var það ömurlegt. Maður var að vinna eins og skepna meðan félagarnir fóru að sofa!

Í kvöld er planið að fara í afmæli til Unnar [Unnur!]. Það verður nett flipp. Bolla á uppboði. Ég er allavega búinn að safna flöskum alla vikunna, svo að maður er vel settur.

Í gær var hitt Steina þann stóra. Datt sá stóri nokkrum sinnum og var það ekki leiðinlegt að sjá. Kallinn var eins og belja á svelli!
Farið var til Viktors Orra í nettflipp partý, partý ef svo má kalla. Þar voru menn orðnir illa á sig komnir sökum áfengis. En meira um það seinna.

Snobbi/Snúlli kveður!

Lögin;
[Havana Gang Bowl með The Zutons
Destiny með Zero]


Fokking grilla !

föstudagur, október 07, 2005
Sæll öllsömul



Setning vikunnar!:



„Þá missti ég stjórn á mér eitt augnablik og þumaði með hægri hendinni upp á borðbrúnina.”
- Durgur ....

Hvað er að "þuma"?



Jæja gott fólk, þá er helgin kominn! Vikan leið eins sprengibrandur. Þeyttist áfram á ljóshraða! Á morgun er planið að fara í þessa "fræguskítagöngu" MH. Mætt verður klukkan 09:01 uppí skóla og verður farið í einhverja rútu og síðan "klifrað" á eitthvað fjall! Síðan verður haldið dvöl sinni í skólanum [eins og maður fái ekki nóg að vera í skólanum á virkum degi!] áfram til klukkan 15:00. Vegna einhverjar skákmótar, og kórinn er að selja einhvern "myglaðan" mat!

En eitt verð nú að segja, vegna þess að í dag er föstudagur en ekki sunnudagur!
Ég hef hugsað um þetta lengi. Ég tel á ákveðinn hópur innan veggja MH sé ekki í lagi. Eins og allir venjulegir MH-ingar vita er mikið að menningarkimum innan veggja MH. Svo sem; hommar, lesbíur, Mansonistar og eitthvað fleira shit! En einn hópur tel ég persónulega vera alveg sér á báti hvað varðar heimsku og stjórnarbaráttu!

Það var nú þannig að í byrjun þessa viku, í STÆ313 - Tölfræði, staddur í stofu 14, og við hlið mér, til vinstri, var gluggi! Fyrir aftan mig var einhver steiktasta stelpa sem ég séð innan veggja MH [allavega ein af þeim!]. Mér var illa heitt eftir smá tíma í stofunni og ákvað því að opna þennan glugga sem var á hlið mér. Eftir smá tíma, fór stelpan að kvarta yfir því hversu kvefuð og kalt hún væri! og innan 10 mínútna frá því að ég opnaði gluggan, lokaði hún glugganum! Ég spurði mig að því hversu í andskotanum getur kvefuð stelpa og í raun veik, verið rétt fyrir aftan glugga! Afhverju ertu svona heimsk? afhverju ferðu ekki lengst frá glugganum og sest þar?, ef þér er svo kalt. Taktu tillit heimska grullan þín! Það er nóg af sætum sem þú getur valið þér að sitja í og afhverju á fja... veluru þér svo að lokum sæti þar sem gluggi er rétt fyrir framan þig! En jamm! Þannig fór nú það! Svo í öðrum Stærðfræðitíma - STÆ503 í dag þá bað ég einn gaur um að opna gluggann í þessari tilteknu stofu, stofu 43! Þegar maðurinn var að opna gluggan þá spurði ein stelpan að því hvað hann væri að gera.
Þetta er samtalið þeirra;
Telpan; Hvað ertu að gera?
Gaurinn; Nú, ég er opna gluggan!
Telpan; Nei, ég vil það ekki, mér er svo kalt !!...
Gaurinn; Ha, hvað meinaru! Afhverju ekki?
Telpan; Af því! Er það fyrir þig?
Gaurinn; Hmm! Nei, fyrir þennan [Benti á mig]...
Telpan; Já oki, nei ekki opna gluggan, ég vil það ekki!

Þannig að gaurinn "þorði" ekki að taka af skarið og opna blessaða gluggan, þannig að ekki bara ég heldur hálfur bekkurinn var við það að sofna!

En nóg um það. Svona stelpur ætti að fara í sálfræðitíma 8x í viku!....

Planið fyrir helgina er að fara í afmæli til Unnur og svo náttla skíta fjallgangan og náttla læra!... En það eru 5 dagar í að miðvikudagurinn verði. Nineties ball á vegum að mig minnir NFMH. Planið er að fara dýpst í fataskápa þeirra gömlu! Allavega búinn að finna flottustu gleraugun sem til er!

Sæl að sinni, Snobbi



P.S.: Ég tilkynni að von bráðar mun nýjar og fleiri steiktar, asnalegar, fáranalegar, fyndnar, fallegar myndir koma!....



Lögin;
[Hard To Stop með Hermigervill
Wheather Report með AMPOP
Sunburn með Muse]


fimmtudagur, október 06, 2005
Góða kvöldið!

Nú fékk maður út úr efnafræðiprófi sem var á mánudeginum, og vitið menn! Ég vil ekki tilkynna ykkur hvað ég fékk, en allavega ég skeit á mig í því. Gat þess vegna sleppt því að taka prófið og setja bara shittin beint á sjálft prófið, gefa kennaranum prófið og fara síðan úr stofunni. En maður er mennskur, sem betur fer - allavega held ég það!...

En tók eftir einu að á forsíðublaðsíðu DV [það tussublað!...] stóð að einhver durgur [vona að það sé ekki frændi einhvers sem les þessa bloggsíðu!] skuldar um 100 milljónir eftir að hafa verið á "fylleríi" í 3 ár. Hvaða gaur er þetta? Mér langar að vita hvernig hann fór að þessu! Hvernig getur gaur verið ekki með það á hreinu hvað hann skuldar og hvað hann getur borgað í áfengi! ... Svo náttla mjög niðurlægjandi fyrir blessaða gaurinn að þurfa að vera í umsjá dóttur sinnar.

En í grófum dráttum trúi ég þessu ekki, því miður! Að einhver gaur út í bæ skuldar 100 millj. út af áfengisdrykkju! Ekki svona mikið! ... Þetta er DV og það er til als líklegt!

En núna í næstu viku er vetrarfrí MH. Það verður snilld! Strákar eigum við ekki að kíkja í fussball [fótbolta, fyrir þá sem kunna ekki rass í German!] og gera okkur svo fulla annaðhvort hjá einhverjum eða/og byrja á sparkvellinum. Hugmynd!....


Snobbi

Lögin;[Canned Heat með Jamiroqui
Johnny B. Goode með Chuck Berry]


Hversu langt ber hugurinn?

þriðjudagur, október 04, 2005
Sæll öllsömul!...

Í dag var farið á kóræfingu. Planið fyrir kvöldið var að fara/keyra til Keflavíkur að sjá Hákarl háloftanna! Antonov 225. Antonov AN-225
Antonov AN-225
!
Þetta er afsprengi Sovétmanna. Enda eru allar flugvélar sem þeir bjuggu "undurfagrar" flugvélar. - Nei svo er ekki! Þetta er mesta járndrusl sem búið hefur verið til !! Ég myndi aldrei vilja fljúga þessu járnflykki, nema að fá borgað fyrir það. Og fá skattfrjálsa ævi eftir það! En ég meina. Þetta var búið til á 9. áratuginum í Sóvétríki [þá] og voru þeir eins og margir vita ekki tæknivæddustu ríkjum. Mér finnst þessi flugvél vera óörugg, það er það sem ég á við!

En ekki meira af þessu bulli! Eins og áður segir, þá var planið að fara keyrandi til Keflavíkur [samanber titill þessa bloggs!], ég, Axel og Benni. En við beiluðum að lokum sökum lasleika og óþægindar í ysta magahveli rafeindar. Við vorum að fara í próf. Hún kemur vonandi aftur til Íslands, og þá væri náttla schnilld að fara fljúgandi! En kannski maður kaupir eitt svona stykki og siji í bakgarðinn hjá sér í framtíðinni. Það munu vera tvær flugvélar af þessari gerð til eftir nokkur ár!...

[Matur augnabliksins ;; Twix með rauðsólasósu og bláberjasafti]

Lög augnabliksins ;;
[Simbi Sjómaður með Flís
My Delusions með AMPOP]

En meira seinna.


Kveðja; Snobbi



P.S. : Ég tilkynni hér með að Stjáni og Bangsímon eru hóruógeð!...



P.S.2 : Ég heyrði það frá Guðmundi Einari á síðustu kóræfingu að Snobbi þýddi snilld á norsku, en höfundur þessa bloggs hefur ekki fengið það staðfest!....


Sigbárður frá Ysta Hafralæk

mánudagur, október 03, 2005
Hið góðkunna Hundaræktarfélags Íslands sem langafi minn stofnaði, Sigbárður Gnúpsson frá Ysta Hafralæk, árið 1906, hélt upp á sína árlegu sýningu í Reiðhöll Fáks nú um síðastliðna helgi. Þar komu um 600 hundar, stórir sem smáir! Og yfir 100 hvolpar voru þar til sýnis. Mikið var um fjör, og var margt til að skemmta fólki sem átti leið hjá. Þar voru m.a. Leoncie, en hún er nú flutt til útlanda og kom því með einkaþotu, á föstudagskvöldið, sem legið hefur verið á Reykjavíkurflugvelli alla helgina! En maðurinn hennar var hundaræktari hjá Lögreglunni til skamms tíma og hefur verið skipuleggjari hátíðarinnar í mörg ár!

Leoncie söng sín "bestu" lög og fundust mörgu fólki gott til taktsins, sérstaklega má nefna í því sambandi bændur á Austurlandi. En þeir hafa ekki heyrt í þessari ágætu söngkonu sökum anna!

En svo má spurja sig! Hvað er að fólki?, sem finnst gaman að horfa á einhverja hundasýningu! Hunda að fara einhverja ákveðna braut, fara í einhverja stiga, labba ákveðna leið og fara í gengum rör! Ég myndi frekar fara að horfa á strandblak karla! ...

Nú fer maður að lesa fyrir Stærðfræðipróf! STÆ503 kallar. Þessi vika verður helluð! En nóg í bili. Vonast eftir góðum og uppbyggilegum samræðum um þessi stórfurðulegu keppni ef svo má kalla!

Var að "kaupa" mér nýja diskinn með Franz Ferdinand, You Could Have It So Much Better. Fínn diskur!

Snobbi kveðju að sinni.

Snúlli...

Lögin;
[Fine Line - Paul McCartney]


Eclipse - Pink Floyd

sunnudagur, október 02, 2005
Þetta er snilldarlag! Textinn ekki síðri!....


Eclipse - Pink Floyd



All that you touch
All that you see
All that you taste
All you feel
All that you love
All that you hate
All you distrust
All you save
All that you give
All that you deal
All that you buy
beg, borrow or steal
All you create
All you destroy
All that you do
All that you say
All that you eat
everyone you meet
All that you slight
everyone you fight
All that is now
All that is gone
All that´s to come
and everything under the sun is in tune
but the sun is eclipse by the moon.



Þetta er snilldarlag, á disknum Dark Site of The Moon, sem var yfir 450 vikur á listanum í Bandaríkjunum. Snilldarlag! Með snilldar bandi.


Snúlli


Hversu steikt getur það verið/orðið ! ?

Góðan daginn öll sömul!

Örlög

Hversu steikt getur það orðið!? Í gær fórum við Jón Símon, Hjalti Geir og Arna í bíó og var planið að fara í þessa stórbrotnu mynd; The 40 Year Old Virgin. Við komum í bíóið kl. 22 og var þá búið að myndast löng röð. Við biðum eitthvað í 10 mínútur eftir að röðin var kominn að okkur. Þegar það kom að okkur var orðið uppselt og við vorum þá búinn að vera í einhverjar 10-15 mínútur í einhverri fjandans röð. Hversu steikt getur þetta orðið? Plús það að við vorum þarna fyrir utan bíóið 40 mínútum fyrir áætlaðan sýningartíma!...
En ég var að spá! Það hlýur að vera einhver gaur af þessum milljörðum sem er 40 ára hreinn sveinn. Hann hefur ábyggilega villst í skógum Amazons. Hver veit?........

En allavega við fórum þá bara að rúnta! Fórum nokkra Laugara [=Laugarvegur] Og Arna beilaði á okkur, en ekki bara á okkur heldur líka Sunnevu og Aþenu.
Á einum Laugarvegsrúntinum sáum við kjéllu með allt niður um sig (örugglega nýbúin að ríða!) að totta gaur sem hélt jakkanum fyrir svo "enginn" sæi. Hversu villt getur þetta orðið? Já þetta gerist á Laugarveginum um klukkan eitt um nótt!...
Við, strákarnir fengum okkur svo pizzu, þeir fengu sér einhverja Hawaiian Pizzu [úúú Hawaii!] en ég var aðeins hugmyndaríkari og fékk mér því Chicken Deluxe! Hverjum finnst hún góð? Hefur þú prófað hana?.... Við hittum Tryggva og nafna í bænum, blindfullir eins og vanalega og keyrðum þá heim!

Ég og Jón sóttum síðan Aþenu og Sunnevu og keyrðum þær heim!
Vorum við eitthvað að spjalla í einhverja tíma hjá þeim.

Ég er búinn að hlusta á nýja diskinn, Chaos And Creation In The Backyard með Bítlinum
Paul McCartney! Platan er þrusugóð, enda fær hún mjög fína góða dóma!

Kveð að sinni. Efnafræði kallar, próf á morgun [úff!]...

Snobbi!